Garo QC45

Hraðhleðslustöð

Garo QC 45 hraðhleðslustöð er fullkomin hraðhleðslulausn. Stöðin getur hlaðið allt að 50 kW á DC og 22 kW AC. Hraðhleðslustöðin hleður t.d Nissan Leaf frá 0% til 80% á innan við hálftíma.

Aðgangsstýring

Stöðin er með aðgangsstýringu, en einnig er hægt að tengja stöðina við skýjalausn eins og Fortum Charge & Drive sem gerir það mögulegt að rukka eftir tíma eða kíló watt stund (kWh).

Tengingar

QC45 stöðin er með þrjá tengi möguleika: CHAdeMO DC tengi, CCS DC tengi og Type 2 AC tengi.
Hægt er að hlaða samtímis á AC og DC.

Stöðin getur tengst með 3G eða LAN. Hægt að er fjarstýra stöðinni.

Veðurþol

Stöðin er IP54 vottuð og er með innbygðan hitara sem heldur henni heitri á köldum vetrarnóttum og þurri í Íslenska slagviðrinu.

Áreiðanleiki

Fortum.no reka yfir 450 hraðhleðslustöðvar í Noregi og af þeim eru meira en 150 QC45 hraðhleðslustöðvar. Reynslan ef þeim hefur verið góð. QC45 stöðvarnar hafa reynst áreiðanlegar og bila lítið. McDonalds og Kiwi í Noregi hafa aukið veltu hjá sér yfir 10% á þeim stöðum, sem hraðhleðslustöðvar hafa verið settar upp á.

Hraðhleðslustöðvar á Íslandi

Hlada.is í samstarfi við Rafmiðlun og Garðabæ, hefur sett upp fyrsti Garo/Efacec QC45 hraðhleðslustöðina við Garðatorg í Garðabæ. Fleiri hraðhleðslustöðvar eru væntanlegar á næstunni. Framleiðandinn, Efacec er mjög stoltur af þessari uppsetningu og hlakkar okkur til að setja upp margar fleiri í framtíðinni.

Um Hraðhleðslustöðvar

Það er mikill munur á hraðhleðslustöð anars vegar og hæg hleðslustöð hins vegar. Það sem átt er við þegar talað er um hraðhleðslustöð eru stöðvar sem hlaða jafnstraum (DC eða Direct Current). Meðan að hæg hleðslustöðvarnar eru riðstraumsstöðvar (AC eða Alternating Current). Rafhlöður í rafbílum og raunar í öllum tækjum eru hlaðin með janfstraum. Okkar rafveitukerfi er hinsvegar riðstraumskerfi, þannig að til að hlaða rafhlöðu þarf alltaf að umbreyta okkar veitu riðstraum yfir í jafnstraum til að hægt sé að hlaða rafhlöðuna. Til þess að umbreyta þessu er notaður afriðill (rectifier).  Hver rafmagns bíll er með sinn innbyggða afriðil sem hæg hleðslustöðvar nota, það er þessi afriðill sem er hinn mest takmarkandi þáttur í hleðslu rafbíla með hæg hleðsustöðvum. Hraðhleðslustöð er hins vegar með sinn eigin afriðil og tengist framhjá afriðli bílsins og beint inn á rafhlöðurnar. Þess vegna geta hraðhleðslustöðvar   hlaðið miklu hraðar.