Hleðslustöðvar

Hleðslustöðvar er hægt að fá í netversluninni okkar. Þrátt fyrir það hlaða margir ennþá rafbíla sína í venjulegum innstungum. Sérfræðingar ráðleggja eindregið frá því. Slíkt ætti ætti aðeins að vera notað sem neyðarlausn. Þannig að valkostirnir eru annað hvort að setja upp lögleglegan 16A iðnaðartengill (oft kallaður blár tengill) eða setja upp hleðslustöð, nema þú sért heppin og búir í sameignarfélagi sem er með sameiginlegt hleðslukerfi í sameiginlegri bílgeymslu.

Lykilatriðin við að setja upp hleðslustöðvar eru að við það eykst öryggi, eldhætta minnkar og skilvirkni eykst. Hleðslustöðvar með type 2 tengli er mjög örugg, segir Ståle Frydelund, rafbíla sérfræðingur, hjá norsku rafbíla samtökunum. Að auki gerir slík heimahleðslustöð þér kleift að hlaða hraðar en eins og með “gamaldags” búnaði, sem er með Type 2 eða Type 1 tengi á einum endanum og jarðtengdri kló hinum endanum. Á nokkrum klukkustundum síðdegis getur þú hlaðið nóg með heimahleðslustöð til að duga fyrir kvöldið.  Heimahleðsla er hentugasti og hagkvæmasti valkosturinn til hleðslu.

það eru til þrjár mismunandi leiðir til að hlaða heimafyrir: Mode 1, Mode 2 og Mode 3. Að auki eru tvær tegundir af klóm með mismunandi afbrigðum til tengingar i rafbílinn: Type 1 og Type 2. Þegar það á að setja upp heimahleðslustöð, kynnist þú orðum eins og: einfasa, þriggja fasa ásamt 230V eða 400V sem skilgreina hvaða raforkukerfi er í húsinu þar sem þú býrð í. Þú verður líklega líka að svara spurningum eins og hversu mörg kílóvött, hversu mörg amper og volt á heimahleðslutækið að geta skilað, til að mæta þörf þinni og kostnaðaráætlun.

Þú þarft bara að muna Mode 3 Type 2

Mikilvæg orð og hugtök

Watt (W): Afl frá hleðslutæki í bíl. Eitt kílóvatt (kW) er þúsund Vött.

Amper (A): Straumur frá hleðslutæki til bíls. Takmarkað við 13A (húsnæði), 16A (sérstökum tengli) og allt að 3x32A fyrir hleðslustöð heima.

Volt (V): Rafspenna. Í  venjulegum tengli 230 volt. Hægt að stækka í 400 volt með því að fá 3 fasa frá veitu.

Type 1: Kló fyrir hleðslu í venjulegu húsi, hámark 7.4kW

Type 2: Kló fyrir hleðslu í venjulegu húsi, hámark 43kW

Mode 1: Hleðsla með kapli í venjulegan tengil.

Mode 2: Hleðsla með kapli, sem er með stýri einingu á kaplinum, í venjulegan tengil.

Mode 3: Hleðsla með heimahleðslustöð með innbyggðri stýrieiningu.

Mode 4: Hleðsla með jafnstraums búnaði, beint á rafhlöðuna (hraðhleðsla)

Einfasa: Hleðsla með tveimur leiðurum (bæði fyrir type 1 og type 2)

Þriggjafasa: Hleðsla með þremur leiðerum (aðeins type 2)

IT net: 230 Volt (vanalegt til sveita eða í gömlum bæjarhlutum)

TN net: 400 Volt (algengast á Islandi)

Hleðslustöð fyrir heimili

GARO heimahleðslustöðvar eru þrautreyndar í Skandinavíu og þola Íslenskar aðstæður. Þessar hleðslustöðvar eru hannaðar fyrir uppsetningu utandyra, í bílskúrum eða bílageymslum. Garo  heimahleðslustöðvar eru fáanlegar 3,7kW, 7,4kW og 22kW. Minni stöðvarnar, 3,7kW og 7,4kW, eru eins fasa 230v. En 22kW stöðvarnar eru þriggja fasa 400V.  Minnstu heimahleðslustöðvarnar hlaða upp undir 20 km á klukkustund, en þær aflmestu hlaða upp undir 120 km á klukkustund. Það er hægt að fá álagsstýringu í Garo heimahleðslustöðvarnar sem er mikill kostar, þannig verður ekki ofálag á heimtaugina þegar heimilisnotkun er mikil á sama tíma og verið er að hlaða bílinn, til dæmis á matmálstíma.  Stórt ledljós er á henni sem sýnir hleðslustöðuna.  Heimahleðslustöðin er IP 44 vottuð.  Stöðin hefur type 2 tengil sem býður upp á að hlaða bíla með sem nota aðra staðla.  Hægt er að fá fót á hleðslustöðina ef ekki er hægt að setja hana á vegg.

[envira-gallery id=”731″]