Garo LS4

Hleðslustöð fyrir fyrirtæki

Garo LS4 hleðslustaurinn byggir á áralangri reynslu Garo í framleiðslu tengibúnaðs fyrir vélahitara í bílum.  LS hleðslustaurarnir frá Garo eru vinnsælustu hleðslustaurarnir í Skandinavíu með um 40% markaðshlutdeild.  Þannig er komin veruleg reynsla á búnaðinn við mismunandi veður aðstæður.  Þykir búnaðurinn þeirra sterkur og viðhaldslítill.  Þess vegna er búnaðurinn frá þeim mikið notaður af sveitar og bæjarfélögum ásamt fyrirtækjum í rekstri hleðslustöðva.

Hleðslustöðin

GARO LS4 hleðslustöð fyrir fyrirtæki er 140 cm há. Hleðslustöðin hefur tvö Type 2 úttök. LS 4 Hleðslustöðin getur verið sett upp sem 6A (amper) og til 32A (amper) á einum eða þremur fösum og 400V. Það þýðir að hún getur hlaðið allt að 22kW á klukkutíma sem er á milli 120 og 150 km á klukkutíma á venjulegum rafbíl. Stöðin er með orkumælum, 3G korti, hitara, hitastýringu og innbyrðis álagsstýringu. Stöðin er með aðskilin öryggi og lekaliða fyrir hvern útgang, sem þýðir að ef bilun kemur upp í einum bíl þá hefur hún ekki áhrif á hleðslu á hinum bílnum. Stöðin hefur typ B lekaliða og DC vöktun. Stöðin hefur sjálfvirkt enduræsanlega lekaliða (RCD).  Stórt ledljós er á henni sem sýnir hleðslustöðuna. Hægt er að fá veggfestingu á stöðina ef ekki á að festa hana i jörðu

Stöðin uppfyllir staðalinn IEC 61851-1 .

IKEA

Ikea á Íslandi er með 38 hleðslustæði sem er knúin af 19 Garo LS4 hleðslustöðvum frá okkur. Við erum stolt af samstarfinu við Ikea og óskum þeim innilega til hamingju með hleðslustöðvarnar.

Garðabær

Fyrsta hraðhleðslustöðin sem Hlada.is setur upp var sett upp fyrir Garðabæ. Hraðhleðslustöðn er Garo QC45. Þetta er stöð sem getur hlaðið allt að 50 kw DC. það þýðir á hún getur hlaðið Nissan Leaf úr 0% í 80% á hálftíma.