Zaptec

Hleðslustöð fyrir Fjölbýlishús frá Zaptec

Helstu kostir ZapCharger Pro eru

 • Allt að 30 stk. hleðslustöðvar á einni 63A grein TN-neti og 15 stk. á IT-neti. Möguleiki er á 100 stöðvum með því að nota flatkapal.
 • Gagnasamskipti í gegnum kapalinn eða þráðlaus með WiFi.
 • Allt að 5x hraðari hleðsla (frá 1,6kW og upp í 22kW) þegar fleiri en 2 hleðslustöðvar eru settar upp.
 • Álagsstýring sem nýtir það rafmagn sem er til staðar í húsinu. Sjaldnast sem þarf að stækka heimtaug og skipta út aðaltöflu með tilheyrandi kostnaði.
 • Hleður bæði ein fasa og þriggja fasa með allt að 66% betri nýtni en venjulegar álagsstýrðar hleðslustöðvar. Þetta næst með fasastýringar lausn sem Zaptec hafa þróað og hafa einkaleyfi á.
 • Hægt er að hlaða allt að þrisvar sinnum fleiri bíla samanborið við hefðbundnar hleðslulausnir.
 • Allt að 60% lægri uppsetningar kostnaður og þar með ódýrari heildarkostnaður en með hefðbundnum lausnum.
 • Allt er innifalið í hleðslustöðinni, sjálfvirkt endurræsanlegur lekaliði, sjálfvör, orkumælir, NFC/RFID skynjari (Mifare classic) og aðgangur að ókeypis appi.
 • Sívakandi álags og straum stýring.
 • Forgangsraðakerfi
 • Margar útgáfur af borgunarlausnum sem hægt er að tengja við kerfið

Áður en við setjum hleðslustöð í fjölbýlishús

Við höfum rekist á sex atriði sem taka þarf tillit til við uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir fjölbýlishús, fyrirtæki og bílastæðishús.

 • HVE MIKIL ORKA ER TIL STAÐAR – Er næg orka til staðar? Eða þarf að stækka aðaltöfluna og stofninn inn í bygginguna?
 • SVEIGJANLEIKI – Hvað gerist þegar allir ætla að hlaða? Þolir stofninn það eða slær allt út?
 • RÉTTLÁTT KERFI – Þarf ég að borga fyrir orkuna sem nágranninn notar? Fá allir sama aðgang að orkunni?
 • ENDING – Er lausnin eitthvað sem endist til frambúðar eða er þarf að skipta um hana eftir fáein ár?
 • ÖRYGGI – Er hleðslan á rafbílinn örugg? Er lausnin vottuð og uppfyllir hún allar reglugerðir?
 • KOSTNAÐUR – Hvað kostar lausnin og hvaða möguleika höfum við?

Orka – Höfum við næga orku til að setja hleðslustöðvar í fjölbýlishúsið?

Með því að velja hefðbundna hleðslulausn er líklegt að þú upplifir fljótt hleðsluvandamál vegna takmarkaðs sveigjanleika lausnarinnar.  Þú getur ekki hlaðið hraðar þó að það séu fáir að hlaða á sama tíma.

Með ZapCharger Pro getur þú notað orkugetu kerfisins að fullu óháð því að það séu margi eða fáir að hlaða í einu, algjörlega dýnamísk nýtir kosti þess að það er ólíkt notkunarmunstur á milli notenda. Sumir vinna dagvinnu aðrir vinna næturvinnu.  Sumir keyra 10km á dag en aðrir keyra 50km á dag. Sumir nota bílinn á hverjum degi en aðrir aðeins nokkra daga í viku.

Þarfagreining  hleðslustöðva fjölbýlishúsa

Við þarfagreiningu á hleðslukerfum er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir:

 • Hleðsluþörf og hversu mikil orka er til staðar í fjölbýlishúsinu
 • Upplýsingar um fjölda rafbíla sem hlaða á
 • Tegund rafbíla sem hlaða á
 • Tegund rafkerfis á svæðinu IT/ TT-net 230V

Kemst ég nógu langt?

 • Meðaltals keyrslu vegalengd er um 50km á dag, óháð bíltegund. Þetta svarar til um 10kWh.
 • Að hlaða 10kWh tekur 8 tíma á einni 6A grein(1,3kW)
 • ZapCharger Pro getur hlaðið frá 7,2A(1,6kW) og upp í 3x32A (22kW)
 • Þetta kostar sirka. 51.100,- kr á ári, eða um 140,- kr á dag.

Öryggi

ZapCharger Pro hefur eftirtaldan öryggisbúnað

 • Sérstaklega hannaðan Type 2 tengil með læsingu
 • Yfirspennu vörn
 • Innbyggð öryggi (3x32A Type C)
 • Innbyggður lekaliði með sjálfvirkri endurræsingu
 • Innbyggður hitaskynjari
 • IP54 ryk og rakavörn

Sveigjanleiki

Venjuleg hefðbundin hleðslulausn er lítið sveigjanleg. Hún tekur mikið pláss í rafmagnstöflunum og í lagnakerfinu.
Með ZapCharger Pro getur þú einfaldlega stækkað kerfið upp án vandamála. ZapCharger Pro virkar jafnvel hvort sem kerfið er tvær hleðslustöðvar eða það er 100 hleðslustöðvar.
Álagsstýringin sér til þes að allir fái jafn mikinn straum.

 • Aðgangsstýring fyrir notendur með RFID eða appi.
 • Innbyggður mæling til að mæla notkun hvers og eins.
 • Forgangsraða kerfi sem sér um að bílarnir hlaðast í röð, enginn getur farið fram úr öðrum.
 • Mjög einfalt að fá skýrslur um notkun úr Zaptec skýlausnini.

Okkar skýjalausn er tilbúin fyrir framtíðina

Með allar hleðslustöðvarnar tengdar við skýlausnina okkar þá erum við tilbúnir fyrir alla bíla sem eru framleiddir í dag og alla sem koma í framtíðinni með nýrri tækni.

 • Keyrir á Microsoft Azure
 • Einfalt að uppfæra í gegnum skýlausnina/gáttina.
 • Einfalt að setja upp með Zapcharger App bæði fyrir Android og Iphone
 • APIs fyrir tengingar við önnur kerfi
 • Beinar lifandi upplýsingar frá þínu hleðslustöðva kerfi.

Zaptec skýjalausn skýjalausn